SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

James Castle


James Castle (1899-1977), án titills, fundinn, pappír, sót, 8.9 x 15.9 cm © 2019 James Castle Collection and Archive.James Castle (1899 - 1977) fæddist heyrnarlaus í fámennu fjallasamfélagi í Garden Valley í Idaho. Um sex ára aldur tók hann til við að teikna á pappír sem varð á vegi hans, með bleki sem hann bjó til með því að skrapa sót úr eldavélinni, spýta í það og teikna með ydduðu priki — en þessari iðju hélt hann áfram alla sína ævi. Castle hlaut viðurkenningu sem listamaður snemma á sjötta áratugnum þegar ungur frændi hans, Bob Beach, sýndi leiðbeinendum sínum í listaskóla í Portland, Oregon verk Castle. Myndir Castle voru í kjölfarið með á sýningum víða í norðvesturríkjum Bandaríkjanna. Verk hans má nú finna í virtum söfnum víða um Bandaríkin.


sýning a) - Kling & Bang
Mark