Ívar Glói

© Ívar Glói
Ívar Glói (f. 1992) hefur stundað nám við Listaháskóla Íslands, Hochshule für Bildende Künste í Hamborg og Konsthögskolan i Malmö. Hann er útskrifaður með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og býr og starfar í Berlín. Verk Ívars Glóa fjalla um samhengi innsetningarinnar og hugmyndarinnar um hinn einstaka listhlut á tímum sem markast af sítengingu. Listamaðurinn veitir tilsögn um staðsetningu og gefur sýningargesti til kynna að upplifun hans sé ósvikin, þrátt fyrir algjöra sviðsetningu.
Klassísk birta sem stafar af Philips Vintage LED ljósaperum gefur tóninn fyrir andrúmsloftið á sýningu Ívars Glóa á Sequences IX. Nostalgískar tilfinningar vakna upp í hlýlegri birtu orkusparneytinna ljósapera nýrra tíma.
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús - Græna herbergið