Hildur Bjarnadóttir

© Hildur Bjarnadóttir
Hildur Bjarnadóttir (f. 1969) býr og starfar í Flóahreppi á Suðurlandi. Í verkum sínum skoðar hún sambýli manna, dýra og plantna. Innsetningar hennar snúast um hið flókna net manngerðra og náttúrulegra þátta sem fyrirfinnast í vistkerfi staða. Hildur notar ýmsar aðferðir og efnivið í verkum sínum; ull, hörþráð, silki, plöntulitarefni, hljóð, ljósmyndir og vefnað.
Verkið Wool Project varð til í Brooklyn í New York árið 1996. Hildur notaði almenningsþvottahús til að þvo og þurrka ullarföt sem keypt voru í Rauðakrossbúðum en fötin voru þvegin og þurrkuð síendurtekið á hæstu hitastillingu. Trefjarnar í ullinni brugðust við hitanum og núningnum í þvottinum og þurrkaranum með því að þéttast og skreppa saman. Eftir marga umganga af þessari meðhöndlun minnkuðu fötin þannig að þau voru aðeins brot af upprunalegri stærð. (HB)
sýning a) - Kling & Bang