Kristinn G. Harðarson á vinnustofu sinni.
KRISTINN GUÐBRANDUR HARÐARSON

Heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár verður Kristinn Guðbrandur Harðarson (f. 1955) sem hefur starfað ötullega í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið.
Í verkum Kristins á sér stað persónuleg og ljóðræn úrvinnsla á hans nánasta umhverfi þar sem hann notast við fjölbreyttar miðlunarleiðir, texta, útsaum, skúlptúra, veggmálverk, teiknimyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt. 
Kristinn mun halda einkasýningu í Ásmundarsal og gefa út bókverk, sem verður í leiðinni sjálfstætt sýningarrými.“Heimurinn á fleygiferð”, 2017, veggmálverk (sýning: Listaverkasalan, Reykjavík)Útsaumur, 1987-88, útsaumur og litur
Án titils, 1993-97, olía á striga

Það var verið að steypa tröppur upp að útidyrum íbúðarhússins.  Mölin var sótt á traktor og steypan hrærð í steypuhrærivél. Eldri strákurinn á bænum — gæti verið um sjö ára — var viljugur að hjálpa til, hélt við hjólbörurnar og hjólið á hrærivélinni.  Eftir framkvæmdirnar gleymdist skrúfjárnið á girðingunni.
Mark