SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Guðný GuðmundsdóttirGuðný Guðmundsdóttir, "Intérieur d'insecte" - 2016, blýantur á pappír - 29,5 x 21 cm.Guðný Guðmundsdóttir (f. 1970) útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993, Hochschule für bildende Künste Hamburg árið 2001 og hefur starfað við myndlist síðan. Hún vinnur með hefðbundna miðla eins og teikningu, málverk, klippimyndir, skúlptúr og ljósmyndun.

„Verkið er samsett vinnuteikning sem lýsir því hvernig 19 hnit hverfast um skálægan og á köflum ósýnilegan öxulslóða sem gengur í gegnum hana miðja, úr efra vinstra horni þar sem hann á upptök sín og niður í neðra hægra horn. Hnitin ákvarða svæði sem sum deilast niður í minni, aðgreind rými en klæðið sjálft hefur tilhneigingu til að þenjast út og leita út fyrir jaðar teikningarinnar. Ýmis hlutbundin og óhlutbundin form ferðast um myndflötinn eftir misaugljósum leiðum sem ávallt ákvarðast af réttum hnitum, tvinnast saman og umbreytast eða hverfa. Skordýr sem verður að vél sem verður að fugli sem verður að farartæki sem gerir tilraun til að breytast í innri formgerð skordýrs. Líkt og eyjan sem var kona á hringlaga palli sem átti svo ilmvatn sem bar nafn annarrar eyju. Þannig gat hún, sem var bæði svæði og vera, lokað hringnum í einni alltumlykjandi sviðsetningu“. (GG)


sýning b) - Nýlistasafnið
Mark