SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

MarkFöstudaginn 4. október kl. 13.00 mun Kristinn G. Harðarson halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91.

Í fyrirlestrinum mun Kristinn aðallega fjalla um tvo nokkuð andstæða póla í verkum sínum. Annars vegar eru það verk þar sem mynd og texti mynda saman eina heild, eina heildartilfinningu. Í hinum pólnum má segja að eigi sér stað raunsæ skoðun og útfærsla á umhverfi hans, hvort sem það er nærumhverfið sem er umfjöllunarefnið þá stundina eða það sem verður á vegi hans á ferðalögum erlendis eða gönguferðum í náttúru Íslands. Reyndar er notkun hans á texta sameiginleg báðum þessum pólum og hefur gengið eins og rauður þráður gegnum stóran hluta ferils hans, enda er frásögnin allajafnan nálæg í hans tilfelli. Hann mun fjalla um vinnsluferli verka sinna og hugleiðingar ýmiss konar er liggja þar að baki og hvernig list hans tengist umhverfi hans og lífi.
Einnig verður farið yfir þátttöku Kristins í Sequences, en hann er heiðurslistamaður hátíðarinnar að þessu sinni. Framlag hans er í formi einkasýningar í Ásmundarsal og bókar sem styrkt er af Myndlistarsjóði.

Nánar hér


Mark