SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Davíð Örn HalldórssonDavíð Örn Halldórsson, Bordello, blönduð efni á fundna skáphurð, 2017, hluti.Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) býr og starfar í Stuttgart, Þýskalandi. Davíð hefur mestmegnis unnið við málverk síðan hann útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hann hefur unnið með óhefðbundnar málunaraðferðir; málað og spreyjað með mismunandi málningu á fundna hluti. Verk Davíðs Arnar byggjast yfirleitt á fantasíu. Viðfangsefni hans, óháð efniviði, er þó ætíð málverkið sjálft, litasamsetningar, myndbygging, mynstur og áferð. Hann leitast við að ögra fegurðarskyninu með því að tefla saman ósamstæðum litum og efni. Þau eru persónuleg úrvinnsla úr umhverfi hans með beinar eða óbeinar skírskotanir í poppkúltúr og listasöguna. Bakgrunnur Davíðs Arnar í grafík er einnig sjáanlegur í verkum hans sem efnislegur grunnur sem hann byggir list sína á. Davíð Örn hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og víða erlendis. Árið 2014 hlaut hann Carnegie Art Award styrk í flokki ungra listamanna.

„Hugmyndin að verkinu kviknar í ferlinu.
Vangaveltur um for-, mið- og bakgrunn í málverki.
Óregluleg mynstur og óvænt litasamspil.
Og í samstarfi við sýningarstjóra breytist verkið.
Vangaveltur um yfirborð og undirlag.
Bordello er „hús“ með virkni og vafasaman tilgang.“ (DÖH)


sýning b) - Nýlistasafnið 


Mark