SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Ceal FloyerFrá sýningunni: Poetic Minimalism, Salon Dahlmann, Berlin, 2015, birt með leyfi listamannsins og Esther Schipper gallery, Berlin, mynd © Andrea RossettiEnska listakonan Ceal Floyer (f. 1968) hefur vakið mikla athygli í hinum alþjóðlega listheimi fyrir verk sem afhjúpa virkni hversdagslegra og manngerðra hluta í nærumhverfi okkar. Verk hennar, hárnákvæm, fínleg og lágstemmd, ýta við vitundinni og vekja okkur. Ótengd og órafmögnuð ljósapera sem hangir úr loftinu er lýst upp úr fjórum áttum með fjórum ljósvörpum í verkinu Light (1994), verkið Monochrome Till Receipt (White) (1999) er innkaupastrimill, festur upp á vegg og hefur að geyma vörur úr nálægri kjörbúð sem við nánari athugun eiga það sammerkt að vera hvítar (andlitskrem, mjólk, salt, sykur, tannkrem, bómull, mozzarella og svo framvegis). Undirliggjandi kímni er til staðar í mörgum verka hennar, titlarnir órjúfanlegur hluti af inntakinu þar sem oft er unnið með tvíræðni orðanna og tungumálsins.

Verkið Garbage Bag (Ruslapoki) sem sýnt er á Sequences IX er frá árinu 1996. Svartur ruslapoki er blásinn upp með lofti sýningarýmisins, honum lokað með svörtu plastbandi og komið fyrir við útgang rýmisins. 

Ceal Floyer hefur sýnt tvisvar áður á Íslandi, í Gallerí Gangi á Listahátíð í Reykjavík 2002 og í Safni árið 2006.


sýning a) - Kling & Bang


Mark