SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Arna Ýr Jónsdóttir


Arna Ýr Jónsdóttir, án titils , 29.7 x 42 cm.Óhlutbundnar myndir Örnu Ýrar Jónsdóttur (1991) eru flestar unnar á svipaða vegu. Tússlitir eru í forgrunni en oft slæðast með vatns- og pastellitir ásamt öðru sem er við hendina. Þannig myndast hvert lagið af öðru sem gefur tilfinningu fyrir dýpt. Arna hefur unnið að verkum sem þessum síðustu fimm ár af mikilli elju og ánægju. Verkin hafa þróast talsvert á þessum tíma og sumar myndanna eru marga daga í vinnslu.

Verk Örnu á Sequences IX gefa okkur innsýn í óhlutbundinn heim þar sem ágengir litir og hraðar hreyfingar opinbera áræðna óreiðu; vitnisburður um einstaka sýn Örnu. Arna vinnur hratt og eftir hana liggur fjöldinn allur af myndum sem virðast keppast við að sanna fyrir okkur að möguleikarnir eru endalausir.
Arna hefur stundað vinnustofu hjá Myndlistaskólann í Reykjavík og hefur tekið þátt í samsýningum á vegum skólans, m.a. á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafni, Grófinni og á sýningunni 4. hæðin - Hostel takeover í yfirgefnu gistirými Oddsson Hostel.


sýning b) - Nýlistasafnið


Mark