SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

Anna ÞorvaldsdóttirBlönduð tækni á pappír, © Anna ÞorvaldsdóttirAnna Þorvaldsdóttir (f. 1977) hefur á undanförnum árum vakið athygli víða um heim fyrir áhrifarík hljómsveitarverk sem einkennast meðal annars af voldugum strúktúrum og einstöku næmi og djúpri tilfinningu fyrir áferð, blæbrigðum og litum.  Hljóðheimi Önnu er iðulega líkt við náttúrufyrirbæri og sjálf hefur hún lýst því hvernig hún sækir hugmyndir og innblástur í hreyfingar, form og togkraft náttúrunnar. Snemma í sköpunarferlinu festir Anna útlínur eða heildarhugmyndina að baki verkinu á blað í formi vinnuteikningar eða skissu, teikningarnar hafa að geyma persónulegt merkjamál sem tónskáldið styðst við í samningu verksins. Á Sequences IX eru sýndar tvær slíkar teikningar, annars vegar drögin að hljómsveitarverkinu METACOSMOS sem var pantað og frumflutt af Fílharmóníusveitinni í New York árið 2018 og hins vegar að hljómsveitarverkinu AION sem var pantað og frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar, í samstarfi við Ernu Ómarsdóttur danshöfund og Íslenska dansflokkinn árið 2019. AION verður flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands og dönsurum Íslenska dansflokksins í Eldborg, Hörpu, þann 1. apríl 2020.


sýning b) - Nýlistasafnið 
Mark