SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES
-  ARKÍFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

18.10.19


Philip Jeck í Fríkirkjunni í ReykjavíkUpptaka frá flutningi Philip Jeck í the Boiler Room 2015


Listamaðurinn Philip Jeck heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld á vegum Sequences IX - Í alvöru
Tryggið ykkur miða hér eða mætið tímanlega í Fríkirkjuna á þessu fallega haustkvöldi, tónleikarnir hefjast kl. 20.

Philip Jeck hefur um áratugabil nýtt sér hljóð sem uppistöðuna í list sinni. Í verkum hans býr djúp tilfinning fyrir veröld sem var, gamlir plötuspilarar og lúnar vínilplötur sem hann hefur gjarnan grafið upp á fornsölum mynda grunninn að tjáningarríkum og seiðandi hljóðverkum, fullum af brestum og braki, minningum og þrám.

Philip Jeck hefur sent frá sér fjölda rómaðra platna sem út hafa komið hjá breska útgáfufyrirtækinu TOUCH, spilað á tónleikum og listahátíðum víða um heim og gert hljóðinnsetningar fyrir virt listrými og listahátíðir á borð við Hayward Gallery, Hamburger Bahnhof og Tvíæringinn í Liverpool. Jeck hefur samið tónlist fyrir óperur, balletta og kvikmyndir og unnið með tónlistarmönnum á borð við Gavin Bryars, Jah Wobble (úr Public Image Ltd), Jaki Liebezeit (úr CAN), Jacob Kirkegaard, Jóhanni Jóhannssyni og Hildi Guðnadóttur.

Eitt af þekktustu verkum Philip Jeck er án efa Vinyl Requiem eða Vínilsálumessa fyrir 180 gamla Dansette plötuspilara, unnið í samstarfi við myndlistarmanninn Lol Sargent, frumflutt í Union Chapel í London árið 1993.
Mark

16.10.19


Vinnustofur í Gryfju ÁsmundarsalarÍ alvöru? er yfirskrift vinnustofa sem Sequences myndlistarhátíð í samstarfi við Ásmundarsal stendur fyrir. Í alvöru? vísar í yfirskrift sjálfrar hátíðarinnar, Í alvöru. Vinnustofurnar eru opnir tilgátuviðburðir, líkt og hátíðin sjálf.Listamenn sem taka þátt í Sequences myndlistarhátíðinni með ólíkum hætti, munu leiða vinnustofur í Gryfjunni. Vinnustofurnar Í alvöru? eru einskonar framlenging hugmyndanna sem sýningarstjórar Sequences IX vinna með, og þeirra ólíku verka sem listamennirnir á hátíðinni leggja fram.

Takmarkaður fjöldi kemst að í hverja vinnustofu. Vinsamlegast sendið skráningu á asmundarsalur@asmundarsalur.is.


Laugardagur 19. október
14.00 Kristján Leósson, sérsvið: eðlisfræði
Af hverju tíminn er ekki allur þar sem hann er séður - Um tilvist tíma -  / - umfang nútíðar -
Í vinnustofunni ræðir Kristján við þátttakendur um það af hverju tíminn er ekki allur þar sem hann er séður. Í texta sínum fyrir Sequences skrifar Kristján: „Hugtökin „raun“ og „tími“ eru hvort um sig nauðsynleg blekking – tilbúinn veruleiki sem fellur um sjálfan sig við alla nánari skoðun en er samt svo óþægilega fast rótaður í tengslum okkar við umhverfið, við okkur sjálf og við hvort annað.”
Kjörhópur 15 ára og eldri, áhugasamir um tímann og tilveruna


Laugardagur 26. október
14.00 Þóranna Dögg Björnsdóttir, sérsvið: tónlist og myndlist Hljóðnostur
Þátttakendur fá tækifæri til að prófa ýmis konar hljóðgjafa, leggja við hlustir og rýna í hljóðin. Ólíkar leiðir til að túlka hljóð í efni og texta verða prófaðar, með því að draga fram myndir sem spretta fram við skynjun hljóðs og jafnvel við að framkalla minningar um hljóð.
Kjörhópur: áhugasamir um hljóð, 10. bekkur og eldri


Sunnudagur 27. október
14.00 Karlotta Blöndal, sérsvið: myndlist
Haust, hringrás og náttúra.
Haustlaufin rata inn í Ásmundarsal og töfrar þeirra verða skoðaðir. Þátttakendur í samvinnu við kennara gera tvær jafnvígar tilraunir í að finna muninn á því að teikna það sem maður heldur að sé og það sem er. Haustlaufin verða skoðuð; litir, form, áferð, stærð og margbreytileiki.
Kjörhópur 4-44 ára, áhugasamir um töfra og teikningu


Sequences ber undirtitilinn list í rauntíma (Sequences real time art festival). Á Sequences ix leggja sýningarstjórarnir Ingólfur Arnarsson og Hildigunnur Birgisdóttir fram ákveðna grunnhugmynd um raunveruleika og tíma og sýna verk ólíkra listamanna sem hver á sinn máta takast á við þessi hugtök. Í texta þeirra segir að gestir bæti síðan við sinni sýn og upplifun, að hátíðin sé opinn tilgátuviðburður um tíma okkar og stað í tilverunni. Texta sýningarstjóra má lesa hér.

Sýningar á Sequences sem enn eru opnar eru í Harbinger (í næsta nágrenni við Ásmundarsal, Freyjugötu 1) og Kling&Bang, Nýlistasafninu og veitingastaðnum La Primavera í Marshallhúsinu. Dagskrá Sequences, opnunartíma sýningastaðanna og frekari upplýsingar má finna hér.
Mark

14.10.19


Dagskrá vikunnar Stilla úr A tree is like a man eftir Þorbjörgu Jónsdóttur.


Mánudagur 14. október
Sýningar lokaðar
- nema einkasýning Kristins G. Harðarsonar í Ásmundarsal, opið 8:00-17:00
og einkasýning Ívars Glóa Gunnarssonar Breiðfjörð í Græna herbergi Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur, opið 10.00-17.00.

(alla opnunartíma sýningarstaða má sjá undir “Sýningarstaðir”)

Þriðjudagur 15. október
Allar sýningar opnar nema í OPEN.

Miðvikudagur 16. október
Allar sýningar opnar, nema í OPEN.

18:00
Síðdegisstund með listamönnum í setustofu Icelandair Hotel Reykjavík Marina. Opið öllum.

20:00
Heimildamynd Douglas Gordon I had nowhere to go um Jonas Mekas sýnd í Bíó Paradís.
Náðu þér í miða

Fimmtudagur 17. október
Allar sýningar opnar

20:30
Í alvöru – Fimm formálar Sequences IX verða til umfjöllunar í Lestrarfélagi Nýlistasafnsins. Opið öllum.

Föstudagur 18. október
Allar sýningar opnar

13:00
Guðný Guðmundsdóttir heldur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi. Opið öllum.

20:00
Tónleikar með Philip Jeck í Fríkirkjunni.
Náðu þér í miða

Laugardagur 19. október
Allar sýningar opnar

21:00
Kvikmyndasýning á Aphantasia, videóverki Amöndu Riffo, og A tree is like a man, videóverki Þorbjargar Jónsdóttur, í Bíó Paradís.
Náðu þér í miða

22:30 – 02:00
Lokateiti Sequences IX Í alvöru í Bíó Paradís.
Opið öllum.

Sunnudagur 20. október
Allar sýningar opnar

14:00 
Leiðsögn um sýningar a) og b) í Marshallhúsi.

15:00
Sýningastjóraspjall, Ingólfur Arnarsson og Hildigunnur Birgisdóttir ræða hátíðarsýninguna Í alvöru.

18:00
Sýning á Gabriel, einu kvikmyndinni sem listmálarinn Agnes Martin gerði á ferli sínum, í Bíó Paradís.
Náðu þér í miða


Stilla úr Gabriel eftir Agnesi Martin, birt með leyfi Pace Gallery.

Mark

13.10.19


Myndir frá opnunum í Marshallhúsi og OpenLjósmyndir: Claire Paugam


Opnunarviðburður Sequences í Marshallhúsinu var hljóðverk Þórönnu Björnsdóttur, lifandi flutningur sem áhorfendur gátu hlýtt á í gegnum heyrnartól, á meðan þeir skoðuðu sýningarnar a) í Kling & Bang og b) í Nýlistasafninu.


Ljósmyndir: Claire Paugam


Myndir frá opnun sýningar b) í Nýlistasafninu.


Ljósmyndir: Claire Paugam


Myndir frá opnun einkasýningar Péturs Más Gunnarssonar í Open.

Mark

12.10.19


2. í Sequences: viðburðir dagsinsMiruna Dragan, In the sage telestic water… I see…, 2018, ál (og kopar og sink), breytileg stærð, hluti.16:00 – 18:00
Einkasýning Ívars Glóa Gunnarssonar Breiðfjörð opnar í Græna herberginu, Listasafni Reykjavíkur.
Ath. að frá 17:00 til 18:00 verður aðgengi einungis austanmegin, hjá Kolaportinu.


17:00 – 20:00
Opnunarverk Þórönnu Björnsdóttur í Marshallhúsinu.
Opnanir á sýningum a) í Kling & Bang og b) í Nýlistasafninu.
Einnig, sýning á teikningum Kristins G. Harðarsonar á La Primavera.


19:00 – 21:00
Hátíðartilboð á léttum kvöldverði hjá Coocoo’s Nest / Lúna FLórens.


21:00 – 23:00
Einkasýning Péturs Más Gunnarssonar ‘Kíkir’ opnar í Open


23:00 – 01:00
Opnunargleðskapur á Slippbarnum, Icelandair Hotel Reykjavik Marina.
Utandagskrá16:00 - 22:00
Sean Patrick O’Brien opnar sýninguna Trampólín, massi jarðarinnar í Gallerí Þyngdarleysi á Granda.


20:00
Independent Party People sýna sviðslistaverkið Sálufélagar í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12.


Mark