SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES 
-  ARKÍF
LAUS STÖRFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

04.02.21Þóranna Dögg Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson eru sýningarstjórar Sequences X    Mynd: Rainy Siagian


Sequences verður haldinn í tíunda sinn í október 2021. Hátíðin er afsprengi sköpunarkraftsins sem kraumar hér á landi og hefur nú fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir þróun myndlistar á Íslandi. Hverju sinni er teflt fram kröftugum og framsæknum sýningarstjórum en sýningastjórar hátíðarinnar að þessu sinni eru Þóranna Dögg Björnsdóttir, listakona og Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.

Undirtitill Sequences, real time art festival, vísar til upphaflegu áherslu hátíðarinnar á tímatengda miðla og verk sem unnin eru í rauntíma. „Hátíðin í ár beinir sjónum sínum að manngerðum tímavísum í umhverfi okkar. Til dæmis hvernig „lesa“ megi tíðarandann í almennum athöfnum okkar og af ráðandi hugmyndum í samfélaginu hverju sinni. Samfélagslegar hugmyndir og hugarfar eru síkvik líkt og samfélögin sjálf. Flæði tímans markast af endurnýjun og breytingu þessara hugmynda. Það að skapa hreyfingu á hugmyndir í samfélaginu hreyfir við tímanum.“ segir Þráinn Hjálmarsson, annar sýningarstjóri Sequences X.

Hryggjarstykki hátíðarinnar verður fjölbreytt, þverfagleg sýningar- og viðburðardagskrá með verkum eftir 27 íslenska og erlenda listamenn með ólíkan bakgrunn; danshöfunda, skáld, tónskáld, hönnuði og myndlistarmenn. Þá mun hátíðin teygja anga sína víða um borgina; Marshallhúsið úti á Granda, sem hýsir bæði Nýlistasafnið og Kling & Bang, Open, Flæði, Bíó Paradís og Ásmundarsal.

Heiðurslistamaður hátíðarinnar verður Elísabet Jökulsdóttir (f. 1958) ljóðskáld og rithöfundur en hún á að baki langan og einstakan feril í íslensku menningarlífi. „Verk Elísabetar eru sem barómeter á samfélagið hverju sinni. Elísabet er síkvik og örlát í umfjöllun sinni um mennskuna og með gjörningum sínum og orðlist spinnur hún þræði milli ólíkra listforma. Hún hefur rutt brautina í umræðu um geðheilbrigði og með frásögnum sínum og samtali við samfélagið gefur hún okkur tækifæri til að stækka sálina og spegla okkur í litrófi sammannlegra tilfinninga. Hún er alltaf að minna okkur á töfrana” segir Þóranna Dögg Björnsdóttir annar sýningarstjóri Sequences X.

Heiðurlistamenn fyrri hátíða eru Kristinn G. Harðarson (2019), Joan Jonas (2017), Carolee Schneemann (2015), Grétar Reynisson (2013), Hannes Lárusson (2011), Magnús Pálsson (2009) og Rúrí (2008). 

Fréttatilkynning í heild sinni má finna hér.
Mark

01.12.20Sequences X 'Against the Run' eftir / by Alicja Kwade at Sequences VII. Mynd / Photo: Margarita Ogoļceva.


Sequences real time art festival verður haldin í tíunda skiptið dagana 15.-24. október 2021.
Mark

12.06.20Opið fyrir umsóknir

Sequences leitar að sýningarstjóra/sýningarteymi fyrir Sequences X
Stjórn Sequences real time art festival leitar að sýningarstjóra eða sýningarteymi sem mun vera í forsvari fyrir næstu útgáfu hátíðarinnar, Sequences X sem haldin verður í október 2021.

Sequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík, með sérstaka áherslu á verk í rauntíma og tímatengda miðla. Frá upphafi hefur verið lagt upp með að á hátíðinni ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.

Við leitum að sýningarstjóra eða sýningarteymi sem getur glætt hátíðina nýju ljósi og um leið litið til sögu hátíðarinnar sem listamannarekið frumkvæði með áherslu á tímatengda miðla. Sýningarstjórinn/teymið mun hafa yfirumsjón með öllu sem kemur að skipulagningu hátíðarinnar, allt frá hugmyndaramma og þema Sequences X og vali á listamönnum til fjáröflunar, framkvæmdar og lokaskýrslugerðar. Stjórn Sequences mun vera sýningarstjóra/teyminu innan handar á meðan á ferlinu stendur.

Verkefni sem sýningarstjóri/teymið mun vinna að eru meðal annars:

  • Hugmyndavinna, þema, val á listamönnum og dagskrá hátíðar
  • Fjáröflun og fjármálastjórnun
  • Samskipti við listamenn og aðra þátttakendur
  • Ritstjórn sýningarskrár
  • Skipulag við uppsetningu og niðurtöku sýninga og viðburða
  • Samskipti við styrktaraðila og aðra samstarfsaðila
  • Miðlun hátíðar og samskipti við fjölmiðla
  • Niðurtaka og lokaskýrslur


Við leitum að aðila/um með sterka listræna sýn og reynslu af skipulagi menningarviðburða. Sequences X mun fara fram í október 2021, en nánari dagsetningar verða ákveðnar í samstarfi við þann sýningarstjóra eða það teymi sem verður fyrir valinu. Hátíðin mun spanna 10 daga (2 helgar, 5 virka daga) en sýningar hátíðarinnar geta varað lengur, í samráði við sýningarstaði. Fastir sýningarstaðir hátíðarinnar eru Kling & Bang og Nýlistasafnið, og hefð er fyrir því að hátíðin fari einnig fram í öðrum listamannareknum rýmum í Reykjavík.

Umsóknarferli

Umsókn á að innihalda greinagóða lýsingu á hugmynd (1bls), ferilskrá umsækjanda ásamt tillögu að tíma- og fjárhagsáætlun. Skjalið má ekki vera meira en 2 GB.

Umsóknir sendist sem eitt sameinað pdf skjal á sequences@sequences.is fyrir miðnætti 3. ágúst 2020. Allar fyrirspurnir sendist á sama netfang og öllum spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er.

Stjórn Sequences fer yfir innsendar umsóknir, og öllum umsóknum verður svarað eigi síður en 3. september 2020. Fyllsta trúnaðar verður gætt og stjórn Sequences áskilur sér rétt til að leita til annarra en umsækjenda.
Mark

30.1.20


Sequences fagnar þriggja ára samstarfssamningi við ReykjavíkurborgFrá opnun á verkinu Dagrenning, að eilífu, v.2.0, eftir Ragnar Helga Ólafsson, sem sett var upp í eilitlu rými við höfnina í tilefni af 10 ára afmæli Sequences 2016. Verkið var öllum opið allan sólarhringinn í heilt ár.


Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um styrkveitingar til menningarstarfsemi borgarinnar og fögnum við áframhaldandi samstarfi við Reykjavíkurborg næstu þrjú árin. Stuðningur borgarinnar er Sequences mikilvægur og gerir ábyrgðaraðilum hennar kleift að gera lengritíma áætlanir. Sem endranær hefur Sequences það að markmiði að vera vettvangur frumkvæðis, tilrauna og áræðni og stuðla að gerð nýrra verka og sýna framsækna myndlist. 

Við þökkum það lán að búa hér við möguleika á svo öflugum stuðningi við margbreytilega og óháða menningarstarfsemi. Styrkveiting fór fram í Iðnó í gær og má hér líta yfir úthlutanir.

Undirbúningur fyrir tíundu Sequences hátíðina er nú í gangi og mun hún opna að hausti 2021.
Mark

21.10.19


Takk fyrir komuna á Sequences ix
Frá opnun Péturs Más Gunnarssonar á sýningunni Kíkir í Open, 2019


Sequences þakkar öllum hinum fjölmörgu gestum kærlega fyrir komuna á opnanir og dagskrárliði á þessari níundu útgáfu hátíðarinnar. Við þökkum listamönnunum mikið vel fyrir kúnstina og næringuna, frábært samstarf við þá fjölmörgu sem komu að hátíðinni með stóru og smáu. Við þökkum stuðningsaðilum hátíðarinnar, sér í lagi Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóði. Síðast en ekki síst hugheilar þakkir til sýningarstjóranna góðu, Ingólfs Arnarssonar og Hildigunnar Birgisdóttur, sem mótuðu heildarmyndina af sínu mikla næmi, forvitni og visku. Þetta var gaman.

Eftirfarandi sýningar eru opnar áfram:

Ásmundarsalur, heiðurslistamaður Kristinn G. Harðarson, til 24.11
Harbinger, Ólöf Helga Helgadóttir, til 2. 11
Kling&Bang, sýning a), til 17.11
Nýlistasafnið, sýning b), til 24.11
La Primavera, eldri verk Kristins G. Harðarsonar, til 24.11
Mark