Teikning, Kristinn G. Harðarson, Krít, kol, 14,7 x 21 cm, 1986Sequences verður haldin í níunda sinn dagana 11. - 20. október í Reykjavík.
34 listamenn taka þátt í hátíðinni að þessu sinni og spannar framlag þeirra vítt svið; tónlist, texta, kvikmyndir, innsetningar, teikningar og skúlptúra svo eitthvað sé nefnt.   

Heiðurslistamaður hátíðarinnar er Kristinn Guðbrandur Harðarson, en hann hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið. Í verkum Kristins á sér stað persónuleg og ljóðræn úrvinnsla á hans nánasta umhverfi þar sem hann notast við fjölbreyttar miðlunarleiðir, texta, útsaum, skúlptúra, veggmálverk, teiknimyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt. Kristinn mun halda einkasýningu í Ásmundarsal, gefa út bókverk sem verður í leiðinni sjálfstætt sýningarými og  sýnishorn eldri verk hans munu einnig vera til sýnis í Marshall húsinu.

Listamenn þeir sem taka þátt í Sequences IX, sem ber yfirskriftina Í alvöru, og sýningarstaðir verka þeirra eru eftirfarandi:

Ásmundarsalur + Bókaútgáfa  
Kristinn Guðbrandur Harðarson

Harbinger 
Ólöf Helga Helgadóttir

Open  
Pétur Már Gunnarsson

Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús “Græna herbergið”
Ívar Glói Gunnarsson

Opnunarverk í Marshallhúsinu
Þóranna Björnsdóttir

La Primavera í Marshallhúsinu  
Kristinn Guðbrandur Harðarson

Kling & Bang, sýning a)  
Mark Lewis, James Castle, Emma Heiðarsdóttir, Jason de Haan, Karin Sander, Ceal Floyer, Kristján Guðmundsson, Sæmundur Þór Helgason, Kristinn Guðbrandur Harðarson, Roger Ackling og Hildur Bjarnadóttir

Nýlistasafnið, sýning b)  
Guðný Guðmundsdóttir, Kristinn Guðbrandur Harðarson, Arna Ýr Jónsdóttir, Karlotta Blöndal, Amanda Riffo, Margrét Helga Sesseljudóttir, Miruna Dragan, Davið Örn Halldórsson og Anna Þorvaldsdóttir

Fríkirkjan 
Philip Jeck

Bíó Paradís  
Douglas Gordon, Þorbjörg Jónsdóttir, Amanda Riffo og Agnes Martin

Textar 
Margrét Bjarnadóttir, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Kristján Leósson og Margrét H. Blöndal

Umbrot og Hönnun  
Hrefna Sigurðardóttir

Sýningastjórar
Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson

Mark


Sýningarstjórarnir Ingólfur Arnarsson og Hildigunnur Birgisdóttir funda á Kaffivagninum.Myndlistarhátíðin Sequences verður haldinn í níunda sinn dagana 11.-  20. október 2019.

Sýningastjórar hátíðarinnar eru að þessu sinni myndlistarmennirnir Ingólfur Arnarsson (f. 1956) og Hildigunnur Birgisdóttur (f. 1980) sem bæði eru virk í íslensku listalífi sem myndlistarmenn, kennarar og sýningarstjórar. Þetta er í fyrsta sinn sem þau vinna saman að verkefni af þessum toga en þau hafa á undanförnum árum kennt  í sameiningu námskeið við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Sequences-hátíðin í ár mun teygja anga sína víða og verða sýningarými meðal annars Marshallhúsið á Granda, sem hýsir bæði Nýlistasafnið og Kling & Bang, Ásmundarsalur, Harbinger, Open og Bíó Paradís.

Heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár verður Kristinn Guðbrandur Harðarson (f. 1955) sem hefur starfað ötullega í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið. Í verkum Kristins á sér stað persónuleg og ljóðræn úrvinnsla á hans nánasta umhverfi þar sem hann notast við fjölbreyttar miðlunarleiðir, texta, útsaum, skúlptúra, veggmálverk, teiknimyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt. Kristinn mun halda einkasýningu í Ásmundarsal og gefa út bókverk, sem verður í leiðinni sjálfstætt sýningarrými.

Undirtitill Sequences, real time art festival, vísar til upphaflegu áherslu hátíðarinnar á tímatengda miðla og verk sem unnin eru í rauntíma. Að þessu sinni er orðið rauntími slitið í sundur og afstæði hugtakanna raun og tími kannað.  Á hátíðinni í ár gefst áhorfendum því kostur á að kynnast nokkrum sjónarhornum veruleikans sem lýsa mögulega þeim tímum sem við upplifum nú. Ingólfur og Hildigunnur takast á við spurningar um veruleika og hjáveruleika, rauntíma og afstæðan tíma með víxlverkun þeirra listaverka sem stefnt verður saman.

„Hver tími er hverjum tímverja raunverulegur á sérhverju augnabliki. Rauntíminn ferðast eftir óteljandi rásum sem hverfast um hvern þann sem þar dvelur. Það er hverjum hollt að dýfa tánni í annars tímarás og fá þannig nýtt sjónarhorn á raunveruleikann.”Mark