SEQUENCES IXÍ ALVÖRU

11-20.OKTÓBER 2019INNGANGUR
-  HEIÐURSLISTAMAÐUR
-  LISTAMENN
-  TEXTAR
-  SÝNINGARSTAÐIR
-  DAGSKRÁ
-  UTANDAGSKRÁ
-  FRÉTTIR
-  UM SEQUENCES
-  ARKÍFENGLISHSequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík.  Frá upphafi hefur verið lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða.


SEQUENCES
c/o Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar

Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík


00354 5627262
sequences@sequences.is ︎

Mark

30.1.20


Sequences fagnar þriggja ára samstarfssamningi við ReykjavíkurborgFrá opnun á verkinu Dagrenning, að eilífu, v.2.0, eftir Ragnar Helga Ólafsson, sem sett var upp í eilitlu rými við höfnina í tilefni af 10 ára afmæli Sequences 2016. Verkið var öllum opið allan sólarhringinn í heilt ár.


Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um styrkveitingar til menningarstarfsemi borgarinnar og fögnum við áframhaldandi samstarfi við Reykjavíkurborg næstu þrjú árin. Stuðningur borgarinnar er Sequences mikilvægur og gerir ábyrgðaraðilum hennar kleift að gera lengritíma áætlanir. Sem endranær hefur Sequences það að markmiði að vera vettvangur frumkvæðis, tilrauna og áræðni og stuðla að gerð nýrra verka og sýna framsækna myndlist. 

Við þökkum það lán að búa hér við möguleika á svo öflugum stuðningi við margbreytilega og óháða menningarstarfsemi. Styrkveiting fór fram í Iðnó í gær og má hér líta yfir úthlutanir.

Undirbúningur fyrir tíundu Sequences hátíðina er nú í gangi og mun hún opna að hausti 2021.
Mark

21.10.19


Takk fyrir komuna á Sequences ix
Frá opnun Péturs Más Gunnarssonar á sýningunni Kíkir í Open, 2019


Sequences þakkar öllum hinum fjölmörgu gestum kærlega fyrir komuna á opnanir og dagskrárliði á þessari níundu útgáfu hátíðarinnar. Við þökkum listamönnunum mikið vel fyrir kúnstina og næringuna, frábært samstarf við þá fjölmörgu sem komu að hátíðinni með stóru og smáu. Við þökkum stuðningsaðilum hátíðarinnar, sér í lagi Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóði. Síðast en ekki síst hugheilar þakkir til sýningarstjóranna góðu, Ingólfs Arnarssonar og Hildigunnar Birgisdóttur, sem mótuðu heildarmyndina af sínu mikla næmi, forvitni og visku. Þetta var gaman.

Eftirfarandi sýningar eru opnar áfram:

Ásmundarsalur, heiðurslistamaður Kristinn G. Harðarson, til 24.11
Harbinger, Ólöf Helga Helgadóttir, til 2. 11
Kling&Bang, sýning a), til 17.11
Nýlistasafnið, sýning b), til 24.11
La Primavera, eldri verk Kristins G. Harðarsonar, til 24.11
Mark

21.10.19


Guðný Guðmundsdóttir og Kristinn G. Harðarson héldu opna fyrirlestra í myndlistardeild Listaháskólans


Guðný Guðmundsdóttir sem sýnir nýtt verk í Sýningu b) í Nýlistasafninu og heiðurslistamaður Sequences ix, Kristinn Guðbrandur Harðarson, héldu hvort sinn fyrirlesturinn í opinni fyrirlestrarröð Myndlistardeildar Listaháskólans. Upptökur af fyrirlestrunum má finna á Vimeo, ásamt upptökum fjölda fyrirlestra í deildinni. 

Guðný Guðmundsdóttir 18/10/2019 from Myndlistardeild LHI on Vimeo.

Kristinn G Harðarson 04/10/2019 from Myndlistardeild LHI on Vimeo.

Mark

18.10.19


Konfektmoli í lokin á Sequences ix; Eina kvikmynd Agnes Martin, Gabriel sýnd í Bíó Paradís


Agnes Martin, stilla úr Gabriel, birt með leyfi Pace Gallery.


Gabriel (1976), sem er eina kvikmyndin sem Agnes Martin gerði um ævina, er 78 mínútna löng, tekin upp í suðvesturhluta Bandaríkjanna (Nýju Mexíkó, Kaliforníu, Colorado) og fylgir eftir drengnum Gabriel á ferð í náttúrunni. Lokadagskrárliður Sequences ix er þessi konfektmoli Agnes Martin sem sýndur verður í Bíó Paradís síðdegis (kl. 18) á sunnudag. Á milli þess sem við horfum á piltinn á gangi eftir skógarstígum, fjalllendi og meðfram lækjarfarvegum beinist sjónarhornið að náttúrufyrirbærum en myndin hefur að geyma löng nærmyndaskot af blómum, trjám, vatni og eyðimerkursandi svo dæmi séu tekin. Gabriel er tekin á handhelda kvikmyndavél sem Martin stjórnar sjálf og vel má skynja persónulegt handbragð hennar í eilítið flöktandi kvikmyndatökunum. Ef undan eru skilin stutt brot úr Goldberg-tilbrigðum J. S. Bachs sem hljóma af og til, nokkrar mínútur í senn,  er kvikmyndin þögul. Sjálf sagði Agnes Martin að Gabriel væri mynd um fegurð, sakleysi og alsælu sem eru lykilhugtök í höfundaverki listakonunnar.
Miðar eru fáanlegir á tix.is og við innganginn.
Mark

17.10.19


Videóferðalag og lokapartý Sequences ix í Bíó Paradís


Tvö videóverk verða sýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Aphantasia eftir Amöndu Riffo, verður frumsýnd sem sjónræn tilraun þar sem áhorfendum er boðið til æfingar sem sameinar ólíkar rásir skynjunar.


Chromatography 1 — 15x 25 cm felt pen on washi paper.


Í verkinu A Tree is Like a Man gerir Þorbjörg Jónsdóttir svo tilraun til að snerta aðra heima. Hún kynntist shamaninum Don William fyrir tilviljun þegar hún var á ferðalagi í Amazon- frumskóginum í Kólumbíu árið 2000 og vann myndina út frá kynnum þeirra. Hún er tekin á 16mm filmu yfir nokkurra ára tímabil og fjallar um plöntulyfið Ayahuasca, landslag frumskógarins og andaheim fólksins sem þar býr.

Að sýningum, Amanda Riffo og Þorbjargar Jónsdóttur, loknum mun bresta á með lokateiti Sequences ix.  Þar verður fullt af ferskum uppákomum og skemmtikröftum. Bíó Paradís og Mekka Wines&Spirits sjá um barinn sem mun afgreiða veigar á hóflegu verði. Kunnum við þeim þakkir fyrir.

Þeir sem koma fram eru :
Austin James Christ
Silfrún & Tara munu vera kynnar kvöldsins.
Gyðjan Uxi
DJ Möðerfönker (Melkorka Þorkelsdóttir)
Prince Fendi the Punisher
SIDE PROJECT

Stemningsstjóri: Sean Patrick O'Brien
Vídeó snúður: Oscar Gränse

Sjáumst þar!
Mark